Print

Vaxmeðferðir

 

 Í vaxmeðferðum eru líkamshár fjarlægð frá rót. Í flestum tilfellum fækkar hárum við reglulegar í meðferðir. Algengur tími milli meðferða eru 4-6 vikur. Á viðkvæmari svæðum líkamans er notast við súkkulaðivax sem er mildar fyrir húðina og er einnig sársaukaminna. Tími meðferða er misjafn, allt eftir stærð og umfangi meðferðasvæðis, allt frá 10 mínútum uppí 70 mínútur. 

 

Við bjóðum upp á vaxmeðferðir í andliti, armkrika, bringu og bak, fótleggi, bikinísvæði og braselískt vax fyrir kvennfólk. Ávalt er gætt fyrsta flokks hreinlætis. Húð viðskiptavinar er meðhöndluð og undirbúin fyrir meðferð, og einnig er  meðhöndlað svæði vermdað og nært að meðferð lokinni. 

Til að ná fram sem bestum árangri mælum við með reglulegum vaxmeðferðum og ensím-apmúlu að meðferð lokinni sem dregur úr hárvexti!