Tattoo
Varanleg förðun / tattú .
Varanleg förðun er byltingarkennd meðferð
sem byggir á því að koma lit undir yfirborð húðarinnar
til þess að skerpa línur andlits og undirstika
náttúrulega fegurð þína.
Meðferðin hefur verið notuð af mörgum þekktustu
módelum heims, leikurum og skemmtikröftum
til að bæta útlit þeirra.
Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni
peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg
förðun er kölluð "Förðun framtíðar"
Ímyndaðu þér að horfa í spegilinn á hverjum
morgni, sjá fullkomlega mótaðar augabrúnir,
skarpa augnlínu og fallega mótaðar varir.
Þú værir fersk ,örugg með þig og ávallt tilbúin
að takast á við hvað sem er.
Hægt er að ná öllu þessu fram og meira til
heimsþekktum vörum og tækjabúnaði
frá Noveau Contour.
Noveau contour er þekktasta og mest leiðandi
fyrirtækið í heiminum og eru við stoltar af því
að geta boðið upp á meðferðir og vörur því
tengdu.
Varanleg förðun felur í sér innsetningu
lita undir húð sem endist í u.þ.b 1-3 ár.
Litirnir frá Noveau Contour innihalda
járnoxíð sem gerir það að verkum að
mjög litlar líkur eru á því að liturin valdi
ofnæmi hjá einstaklingum.
Margar konur hafa þurft að gangast undir
lyfjameðferðir vegna ýmissa heilsufarskvilla
og hafa þess vegna misst augabrúnir og augnhár .
Varanleg förðun því frábær kostur fyrir þesar konur.
Sjúkratryggingar greiða niður kostnað við
varanlega förðun.
Ávinningurinn af varanlegri förðun er :
- Minni peninga eyðlsa
- Tímasparnaður
- Náttúruleg útkoma
- Skarpari andlitsdrættir
- Sjálfsöryggi
- Undirstikar náttúrulega fegðurð þína
Eftirfaradi atriði eru frábendingar fyrir
varanlega förðun:
- Dreyrarsýki (Haeophilia)
- Rauðir úlfar (Lupus)
- Ristill í andlit ( Herpes Zoser)
- Hornhimnubólga í auga ( Herpes Simplex)
- Hreysturhúð ( Ichtyose)
- Gláka
- Húðkrabamein (skin cancer)
- Sortuæxli í húð (Melanomas)
- Upphleypt ör ( Keloide)
- Augnvandamál vegna sykursýki
- Krabbamein í varir (skin cancer)
- Lyf vega bólum eða bólgu í húð (Roacutane)
Frábendingar þar sem hvert tilfelli
er metið fyrir sig :
- Alopecia (algjör hármissir)
- Sykursýki (Diabetis)
- Ofnæmi fyrir tanlækna deyfingum
- Frunsur (Herpes Simplex)
- Exem (Eczema)
- Hjartavandamál
- Ófrísk
- Lélegur gróandi í húð
- Psoriasis
- Of hár blóðþrýstingur
- Blóðþynnandi lyf
- Lifrabólga (Hepatitis virus)
- HIV
Vertu velkomin að hafa samband við sérfræðing
okkar um nánari upplýsingar.
Fanney Dögg Ólafsdóttir master í varanlegri
förðun frá Noveu contour