Print

Nudd

Við bjóðum upp á margskonar nudd-og líkamsmeðferðir, sem við lögum að þínum þörfum.

Við mælum með 5-10 skipta nuddkúr, en þá er veittur 10 -20% afsláttur af meðferðum.

Einnig bendum við á að stéttarfélög greiða oft niður hluta af kostnaði.

 

 

Klassískt vöðvanudd (60 min)

Meðferð þessi mýkir vöðva og örvar hreyfingu blóð og sogæðavökva.Hún eykur jafn slökun og vellíðan.  Klassískt nudd eykur einnig losun úrgangsefna úr líkamanum og greiðir þannig aðgang næringarefna sem líkaminn notar til vaxtar og uppbyggingar. Þú vinnur bug á þreytu og verkjum tengdum þreytu, sem stafa garnan af einhliða líkamsbeitingu. Meðferðin er mjög áhrifarík við vöðvabólgu og hjálpar til við að takmarka áhrif vefjagigtar og skyldra kvilla.

 

Partanudd (30 - 45 mín)

Þessi meðferð er áhrifarík gegn staðbundnum óþægindum, vöðvabólgum og/eða  verkjum í höfði, öxlum, herðum, baki og handleggjum. Hægt er að velja milli 30 mínútna og 45 mínútna tíma í partanuddi.

 

Slökunarnudd (60 mín)

Slökunarnudd er djúpt og mýkjandi nudd sem hefur víðtæk áhrif á vöðva líkamans sem og eykur almenna vellíðan.

 

Sogæðanudd (60 mín)

Djúp og heildræn meðferð sem örvar flæði blóð og sogæðarvökva, sem leiðir af sér minni bjúg og vökvasöfnun.

 

Meðgöngunudd (30-60 mín)

Slakandi og mýkjandi nudd fyrir þungaðar konur. Góð meðfeðr við bakverkjum, bjúg og þreytu í fótum og einnig til að auka almenna vellíðan.

Við mælum með meðgöngunuddi fyrir allar þungaðar konur - láttu það eftir þér!

 

Fótanudd (30 mín)

Mjög öflug meðferð við t.d beinhimnubólgu og þreyttum fótum. Vellíðan í fótum og fótleggjum hefur áhrif á allan líkamann í heild sinni.

 

Steinanudd (30-75 mín)

Nýjung á Íslandi. Djúpt slökunarnudd með jarðhnétuolíu. Nuddað er með heitum og köldum steinum úr íslenskri náttúru. Meðferð þessi vinnur á yfirborði húðar, djúpt á vöðvum sem og að hún hefur mjög örvandi áhrif á innri kerfa líkamanns, t.d blóðrásar og sogæðakerfis.  Vinnur vel á bólgum og gömlum eymslum. Steinarnir vinna einnig inn á andlegar hliðar lífsins og hreinsa orkubrautir og orkustöðvar.

Steinarnir gera okkur kleift að vinna djúpt, ná betur um vöðvafestinar og losa um spennu með minni átökum. Unnið er með hita og kulda til skiptis og hefur sú skipting gefið góða raun. Heitu steinarnir auka blóðflæðið, mýkja vöðvana  og auka slökun og vellíðan. Köldu steinarir lina bólgur og sársauka og örva innkri kerfi líkamanns.

Meðferðin henntar vel sem slökunarnudd, vöðvanudd og sogæðanudd.

Frábær meðferð - frábært dekur - frábær árangur!

 

Opnunartími

Virka daga: 9 - 16

Laugardaga: opið eftir samkomulagi

 


 

Tímapantanir í síma: 566-6307

dermatude 

Gernetic bæklingur

Facebook

 

 

epilast

 

fis

 

 

noveau contor

 

 Félag kvenna í atvinnurekstri