Print

Heilsunudd

Við bjóðum upp á margskonar nudd- og líkamsmeðferðir, sem við lögum að þínum þörfum.

Við mælum með 5-10 skipta nuddkúr, en þá er veittur 10 -20% afsláttur af meðferðum.

Einnig bendum við á að stéttarfélög greiða oft niður hluta af kostnaði.

 

 

Klassískt vöðvanudd (60 mín)

Meðferð þessi mýkir vöðva og örvar hreyfingu blóð og sogæðavökva.Hún eykur jafn slökun og vellíðan.  Klassískt nudd eykur einnig losun úrgangsefna úr líkamanum og greiðir þannig aðgang næringarefna sem líkaminn notar til vaxtar og uppbyggingar. Þú vinnur bug á þreytu og verkjum tengdum þreytu, sem stafa garnan af einhliða líkamsbeitingu. Meðferðin er mjög áhrifarík við vöðvabólgu og hjálpar til við að takmarka áhrif vefjagigtar og skyldra kvilla.

 

Partanudd (30 - 45 mín)

Þessi meðferð er áhrifarík gegn staðbundnum óþægindum, vöðvabólgum og/eða  verkjum í höfði, öxlum, herðum, baki og handleggjum. Hægt er að velja milli 30 mínútna og 45 mínútna tíma í partanuddi.

 

Slökunarnudd (60 mín)

Slökunarnudd er djúpt og mýkjandi nudd sem hefur víðtæk áhrif á vöðva líkamans sem og eykur almenna vellíðan.

 

Sogæðanudd (60 mín)

Djúp og heildræn meðferð sem örvar flæði blóð og sogæðarvökva, sem leiðir af sér minni bjúg og vökvasöfnun. Ávinningur sogæðanudds getur verið margvíslegur og getur sogæðanudd virkað vel við höfuðverkjum, lélegu ónæmiskerfi, meltingarvandamálum, þurri húð, stirðleika í liðum o.fl.

 

Svæðanudd (30 mín)

Unnið er á fótum-iljum. Líkamshlutar og líffæri eiga sér samsvörun í fótum og höndum. Þrýstingi og nuddi er beitt á svæðin til að draga úr spennu í líkamanum, veita slökun og vellíðan og efla sjálfshjálparhæfni líkamans.

  

Markþjálfun og heilun (60 mín) 

Viltu hlusta betur á hjartað þitt?

Viltu láta drauma þína verða að veruleika?

Viltu setja þér markmið og fylgja þeim?

Tímar í markþjálfun geta hjálpað þér að kynnast sjálfri/sjálfum þér betur og vera meðvitaðri um þig og þínar langanir. 

Markþjálfun hjálpar einstaklingum að öðlast varanlega breytingu með því að hlúa að sjálfmiðuðu námi og persónulegum vexti. Sá sem sækir markþjálfun tekur skref sem gerir framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika.

 Með heilun er opnað fyrir kærleiksflæði og með því er sá sem heilun þiggur aðstoðaður við að vekja sitt eigið heilunarflæði til sjálfsheilunar.

 

Opnunartími

Virka daga: 9 - 16

Laugardaga: opið eftir samkomulagi

 


 

Tímapantanir í síma: 566-6307

dermatude 

Gernetic bæklingur

Facebook

 

 

epilast

 

fis

 

 

noveau contor

 

 Félag kvenna í atvinnurekstri