Print

Andlitsmeðferðir

Andlitsmeðferðir er dásamlegt dekur sem allir ættu að láta eftir sér öðru hvoru. Við bjóðum upp á margskonar meðferðir svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við metum hvern og einn viðksiptavin fyrir sig og mælum með þeirri meðferð sem hentar best hverju sinni. Einnig veitir snyrtifræðingur þér góðar ráðleggingar um umhirðu húðarinnar.

 

 

Í andlitsmeðferðum okkar notum við húðlækningavörur frá GERnetic sem eru 100 % náttútulegar.

Við aðstoðum þig við að finna hvaða vörur og meðferðir hentar þér best.

 

Andlitsmeðferðir (45 -120 mín)

GERnetic LÚXUS meðferð  (120 mín)

Þetta er sú allra notalegasta meðferð sem við bjóðum uppá. 2ja klukkustunda dekur, þar sem húðin er yfirborðshreinsuð með tvennslags hreinsikremum og andlitsvatni, djúphreinsuð með tvennslags kornakremum (allt eftir húðgerð) burstuð til þess að ná meiri og betri djúphreinusn, og einnig er veitt létt húðslípun. Húðin er hituð með gufu, og sérvalin maski er hafður á húðinni á meðan gufan er höfð á, sem veitir góðan raka og undirbýr fyrir kreistun, en kreistunin  er einungis  framkvæmd ef þörf er á.

Djúpnæringarampúla er borin á húðina,  og árangurinn lætur ekki á sér standa ! 30 mínútna djúpt nudd á andlit, háls og herðar, með styrkjandi banvefskremi fyrir augnsvæðið, sem og nærandi og uppbyggjandi nuddkremi sem er sérblandað fyrir hvern og einn viðskiptavin m.t.t ástands húðarinnar.

 Í lok meðferðar er sérstakur lokamaski, sem er blandaður á staðnum er hafður á í 20 mínútur. Heitu parafine maski er hafður á höndum viðskiptarvinar á meðan á meðferð stendur. Þessi maski reynist serlega vel fyrir gigt ásamt því að vera einstaklega mýkjandi fyrir húðina. Á meðan lokamaski vinnur á húðinni eru hendur viðskiptavinar nuddaðar me djúpu og slaandi nuddi.  Sýnilegur árangur er á húðinni eftir 1 skipti!

Dásamlegt dekur sem svíkur engan!

Við mælum með LÚXUS-GERnetic andlitsmeðferð í gjafabréfið!

 

GERnetic classic andlitsmeðferð (90 mín)

Húðin er yfirborðshreinsuð, djúphreisnuð með mildu kornakremi og burstuð. Húðin er hituð og undirbúin fyrir kreistun með gufu eða hitalampa. Kreist er ef sérfræðingur telur þörf á. 20 mínútna nudd á andlit, háls og herðar með uppbyggjandi og nærandi nuddkremi. Lokamaski er valin af sérfræðingi hverju sinni.

 

GERnetic Flower acide andlitsmeðferð (90 mín)

Frábær meðferð sem hentar fyrir allan aldur og allar húðgerðir. Húðin er yfirborðshreinsuð með tvennslags hreinsikremi og andlitsvatni. Djúphreinsuð með tvennslags kornakremi, burstuð og slípuð. Húðin er hituð í gufu, og kreist ef þörf er á. Blómadropar (flower acid) eru bornir á húð, og hafa það hlutverk að auka húðraka, húðljóma og örva frumustafsemi húðinnar.  Húðin er nuddð sérblönduðu nuddkremi sem hvorutveggja nærir og þéttir húðina. Í lok meðferðar er sérblandaður maski lagður yfir húðina. Þetta er frábær meðferð sem best er að taka í kúr 3-5 skipti, og húðin ljómar svo um munar!

5 skipta kúr 15% afsláttur  

 

"Nudd & maski" (60 mín)

Þessa meðferð má kalla "andlitsbað á hraðferð" .

Frábær meðferð fyrir fólk á hraðferð og tilvalið að nýta t.d hádegishléið sitt í létt dekur og til þess að fríska sig upp fyrir helgina.

Húðin er  yfirborðshreinsuð, og djúphreisuð. 15 mínútna andlitsnudd og lokamaski valin af sérfræðingi í lok meðferðar, og þú labbar út með glóandi og fallega húð.

 

Djúphreisnunnar andlitsmeðferð (75 mín)

Þessi meðferð hentar vel fyrir þá sem eru með óhreina húð, en þurfa einnig að huga að næringu og uppbyggingu fyrir húðina. Í þessari meðferð er húðin yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð mjög vel og burstuð. Húðin er undirbúin fyrir kreistun með gufu, kreist er eftir þörfum, andlit nuddað með því nuddkremi sem hentar hverju sinni og lokamaski með hreinsandi áhrifum borin og hafðu í 10-15 mín.

 

Húðhreinsun (60 mín)

Þessi meðferð hentar vel fyrir þá sem eru með mjög slæma húð. Best er að koma í nokkra tíma með stuttu millibili í upphafi svo sem bestur árangur náist.  Í húðhreinsun er húðin er yfirborðshreinsuð, djúphreinsuð og burstuð, undirbúin fyrir kreistun með gufu og svo hreinsandi lokamaski borin á húð í lok meðfeðrar. Sérfræðingur ráðleggur og kennir viðskiptavin um umhyrðu húðar, því öll "heimavinna" gegnir gríðalega miklu hlutverki og er nauðsynleg svo árangur náist.

Opnunartími

Virka daga: 9 - 16

Laugardaga: opið eftir samkomulagi

 


 

Tímapantanir í síma: 566-6307

dermatude 

Gernetic bæklingur

Facebook

 

 

epilast

 

fis

 

 

noveau contor

 

 Félag kvenna í atvinnurekstri